Prufuútgáfa af nýju Hreyfils appi.

Hér fyrir neðan eru hlekkir í prufuútgáfu af Hreyfils appinu. Prufuútgáfan er ekki komin enn á Playstore eða Appstore.

Hægt er að fá áætlað verð í ferðina og greiða með greiðslukort.

ATH Appið lagar sig að tungumálastillingu símanns.

Fyrir Android

Fyrir IOS

Start screen á Hreyfilsappi

Byrjunarsíða. Hér er hægt að búa til reikning með því að skrá tölvupóstfang. Sé það gert er notkunarsaga viðkomandi vistuð af appinu og hægt að festa inni þau heimilisföng sem eru mest notuð.

Hreyfils appið (old)

Með Hreyfils app í snjallsímanum þínum, getur þú bókað leigubíl án þess að hafa samband við síma afgreiðsluna. Þegar appið ræsir mun það finna staðsetningu þína og birta heimilisfangið.

Ef þú vilt bóka leigubíl fyrir annað heimilisfang en þitt geturðu smellt á hnappinn Heimilisfang og svo “Velja frá korti” eða “Skrá heimilisfang“. Athugaðu að ef appið leyfir ekki að skrá heimilisfang getur ástæðan verið að síminn nái ekki netsambandi eða að netsamband sé ekki virkjað í símanum.

Þegar þú gerir fyrstu pöntun þína eftir að appið hefur verið sett upp, færðu beiðni um að skrá nafn þitt og farsímanúmer. Upplýsingarnar eru vistaðar undir “Stillingar” svo þú þurfir ekki að skrá þær aftur í hvert sinn sem þú gerir pöntun. Athugaðu að í sumum símum þarf að setja landsnúmerið 354 fyrir framan símanúmerið.

Ætlir þú að bóka pöntun fyrir annan aðila skráir þú einfaldlega nafn og farsímanúmer þess aðila á “Panta taxa” síðunni. Þurfir þú fleiri en einn leigubíl gerirðu einfaldlega aðra pöntun.

Þurfir þú stóran bíl hefurðu samband við leigubílastöðina sem þú vilt panta hjá með því að ýta á “Hringja á taxa” hnappinn.

Þú hefur einnig möguleika á að:. Panta á reikning. Sendu okkur netpóst á hreyfill@hreyfill.is ef þú vilt virkja þennan möguleika.

. Fyrirfram panta leigubíl í allt að eina viku.
. Fylgjast með stöðu pöntunar þinnar og sjá leigubíl þinn á korti.
. Afpanta leigubílinn – allt þar til bíll er kominn í ferðina. Hægt er að senda boð til bílstjórans um afpöntun sé ferðin þegar komin í bíl.
. Skoða allar bókanir þínar síðustu 14 daga.
. Senda kvittun með pósti. Athugaðu að verð ferðar birtist ekki alltaf strax.
. Búa til uppáhalds heimilisföng til að flýta pöntunum á fyrir staði sem þú pantar oft á.
. Velja heimilisföng frá nýlegum pöntunum sem gerðar hafa verið.
. Skrifa boð til bílstjórans þegar þér hefur verið úthlutaður leigubíll.
. Staðfesta pöntun þína ef seinkun er á leigubíl (þú færð tilkynningu í símann þinn ef það gerist).
. Nota taxa appið til að hringja í leigubílastöð sem er á svæðinu þar sem þú ert að reyna að panta ef þú ert utan svæðis þar sem þú getur bókað með appinu.

Fyrir nánari upplýsingar eða tillögu að endurbótum / breytingum, vinsamlegast hafið samband við hreyfill@hreyfill.is

Hreyfils Appið hjá Google PlayHreyfis Appið í App Store