Saga Hreyfils svf í stuttu máli

Saga Hreyfils hefst með stofnun samvinnufélags 11 nóvember 1943. Á fundinum voru 50 manns skráðir í stofnendaskrá, en talið var að yfir 100 hafi mætt. Undanfari fundarins hófst snemma sumars 1943, með samræðum Ingjalds Ísakssonar og Bergsteins Guðjónssonar. Þeir funduðu svo með Þorgrími Kristinssyni, Ingvari Sigurðssyni og Tryggva Kristjánssyni, þar sem þeir lögðu drög að stofnun félagsins.