Það ætti að vera eins létt að komast á milli staða í annríki dagsins eins og hægt er. Þess vegna bjóðum við upp á aksturlausnir sem gagnast öllum fyrirtækjum, bæði stórum sem smáum. Starfsfólk fyrirtækisins einfaldlega pantar leigubíl í reikning, hvort sem er með því að nota appið, vefbókun eða með því að hringja í sjálfvirku símstöðina okkar.

Mánaðarlega fá síðan viðskiptavinir sendan reikning þar sem allar upplýsingar um ferðirnar sem eknar hafa verið koma fram. Einfaldar gæti það ekki verið.

Umsókn um reikningsviðskipti

Fyrirtækjum stendur til boða að vera í reikningsviðskiptum hjá Hreyfli. Þau fyrirtæki sem óska eftir reikningsviðskiptum eru skoðuð hjá Credit Info. Miðað er við að fyrirtæki sé í áhættuflokki 1– 4 skv. CIP áhættumati Creditinfo.

Sé viðskiptareikningur ekki notaður í 6 mánuði samfleytt eða lengur má búast við að reikingi verði lokað

Hreyfli er heimilt að tilkynna vanskil lögaðila til skráningar á vanskilaskrá Creditinfo.

Til þess að sækja um reikningsviðskipti er nauðsynlegt að fylla út eftirfarandi form. Við áskiljum okkur 2-7 virka daga í að vinna umsóknir.

Skilyrði fyrir stofnun viðskiptareiknings eru almennt:

1. Að áætluð viðskipti séu yfir 500.000 kr. á ári / 42.000 kr. á mánuði.
2. Miðað er við að fyrirtæki sé í áhættuflokki 1– 4 skv. CIP áhættumati Creditinfo. Fari fyrirtækið í CIP 5-10 eða viðkomandi fyrirtæki lendi í alvarlegum vanskilum er Hreyfli svf heimilt, án frekari fyrirvara að loka á reikningsviðskipti og senda skuld til innheimtu.

Með því að haka í þennan reit samþykkjum við ofangreinda skilmála *

Reikningsviðskipti

Við bjóðum upp á rafræn reikningsviðskipti sem auðvelda allt ferlið við kaup á leigubílaþjónustu. Hægt er að hafa reikningsviðskipti deildarskipt, merkja ferðirnar með verknúmer osfrv. Með reikningum fylgir síðan yfirlit yfir þær ferðir sem eknar hafa verið sem auðveldar alla yfirsýn yfir leigubílanotkun fyrirtækisins.

Taxi Butler
Taxi Butler

Vefbókun

Vefbókun er frábær lausn fyrir þau fyrirtæki sem eru í rafrænum reikningsviðskiptum. Pantaðu bílinn með örfáum músarsmellum án þess að hringja inn og pantaðu bílinn beint í reiknng fyrirtækisins.

Pantaðu ferðina með Taxi Butler, ekkert símtal, engin bið í síma. Taxi Butler er sérlega hentugt tæki fyrir stóra viðskiptavini, hótel,  veitingahús,  sjúkrahús og önnur fyrirtæki sem nota oft leigubíla.

Taxi Butler er mjög auðvelt í notkun. Taxi Butler er tengt með símkorti þannig allt sem þú þarft að gera er að ýta á hnappinn og pöntun á bíl fer sjálfvirkt inn í kerfið okkar og í næsta lausa bíl.

Hafðu samband varðandi möguleika Taxi Butler.

Taxi Butler