Hreyfill hefur fullkomnasta þjónustukerfi allra leigubílastöðva á Íslandi. Það þýðir styttri afgreiðslutími og hljóðlátari ferðir, því allar sendingar í bílana eru í gegnum tölvu en ekki talstöð.

Debet og kreditkort eru höndluð í gegnum tölvukerfi Hreyfils sem þýðir meira öryggi í kortafærslum, því tryggt er að færslur á kort verða einungis ef skilyrði bíltölvunnar eru uppfyllt. Þannig passar tölvan t.d. upp á að ekki verði til færsla nema reikningur sé skrifaður úr tölvunni.

Ath heimildir á kort sem sóttar hafa verið en ekki notaðar, birtast í heimabanka en eru sjálfvirkt bakfærðar eftir 9 daga. Einungis heimild sem krafa/reikningur var gerð á er notuð og stendur áfram.

Sundurliðuð kvittun er prentuð beint úr bíltölvunni og inniheldur upplýsingar um pöntun, hafi verið pantað hjá stöðinni.

Viðskiptakort Hreyfils eru vinsæl hjá fyrirtækjum því þau einfalda bókhaldið, með því að skrá ferðirnar rafrænt í reikning.

Sundurliðaðir reikningar eru prentaðir út hjá þeim sem eru í reikningsviðskiptum og nota rafrænar færslur.

TAXI BUTLER eru sérhæfð tæki sem nýtast fyrirtækjum sem oft þurfa að panta bíla. Með því einfaldlega að ýta á hnapp sendir tækið pöntun beint í bókunarkerfi Hreyfils, og því þarf ekki að bíða eftir að afgreiðslu á síma. Athugið að tækið pantar eftir forskrift.

Tölvuvætt upplýsingakerfi gerir okkur kleift að bjóða þeim viðskiptavinum okkar sem eru í reikningsviðskiptum upp á:

  • Rafrænar skráningar á viðskiptareikning
  • Sundurliðaða reikninga
  • Reikninga samandregna á deildir
  • Að ferðir færist á viðskiptareikning
  • Gegn framvísun viðskiptakorts.
  • Við pöntun, enda sé notað leyninúmer.
  • Með „TAXI BUTLER“
Við bjóðum upp á sérþjónustu svo sem:

  • Hjólastólabíla
  • Fyrirframpantanir
  • Skutbíla
  • Mini Bus
  • Barnabílstóla
  • Reyklausa bíla

Hafðu samband við okkur um sérþjónustuna og við vinnum með þér. Þar sem fjöldi hjólastólabíla er takmarkaður er æskilegt að panta með fyrirvara.

Hreyfill sér um þjónustu við Ferðaþjónustu fatlaðra í þeim tilfellum sem Ferðaþjónustan kemst ekki yfir að afgreiða með eigin bílum. Reyndar eru ávallt nokkrir bílar frá Hreyfli fastir í þeirri þjónustu alla virka daga. Hreyfill sinnir jafnframt fötluðum beint ef þeir kjósa að panta bíl eins og hver annar einstaklingur, eða ekki næst að nýta sér Ferðaþjónustu fatlaðra.

Í sumum tilfellum þarf sérútbúna hjólastólabíla, og hefur Hreyfill nokkra slíka bíla í þjónustu. Alltaf er reynt að bregðast við slíkum pöntunum með sama hraða og hefðbundnum pöntunum, en vegna þess hve fáir slíkir bílar eru getur stundum þurft að bíða nokkuð.