RAFRÆNIR VIÐSKIPTAREIKNINGAR
Mikil þægindi eru fólgin í því fyrir fyrirtæki að nota rafræn viðskipti þegar pantaðir eru leigubílar. Meginkostir rafrænna viðskipta eru:
- Sparnaður við bókhald
- Gott yfirlit með notkun
- Rekjanlegt aksturferli
- Pappírlaus viðskipti
Afgreiðslukerfi Hreyfils gerir okkur kleift að bjóða þeim viðskiptavinum okkar sem eru í reikningsviðskiptum upp á :
- Rafrænar skráningar á viðskiptareikning
- Sundurliðaða reikninga
- Reikninga samandregna á deildir
- Að ferðir færast sjálfkrafa á viðskiptareikning við pöntun
RAFRÆN VIÐSKIPTI HENTA ÖLLUM STÆRÐUM AF FYRIRTÆKJUM
Hafir þú áhuga á að kynna þér betur hvort rafræn viðskipti gætu hentað þér sendu okkur þá póst með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.