Hreyfill leggur áherslu á styttri ferðir, með minni ferðahópa, 1-8 farþega. Um er að ræða sérvaldar leiðir, þar sem áhersla er lögð á að farþegar njóti sem best sérkenna íslenskrar náttúru og landslags og hafi möguleika á t.d. fuglaskoðun, hestaleigu, siglingum, veiði ofl.

Þó um sérvaldar ferðir sé að ræða, er auðvelt að breyta tímalengd og ákvörðunarstöðum. Þá er auðvelt að skipuleggja einstaka ferðir að óskum ferðafólks með stuttum fyrirvara.

Kostir styttri ferða fyrir litla hópa eru margir, m.a. persónulegri, hagkvæmari og sveigjanlegri þjónusta en t.d. í áætlunarbílum. Allur kostnaður er innifalinn í verði ferðar nema annað sé tekið fram.

Bílstjórarnir okkar tala ensku, þýsku og skandinavísku. láttu okkur vita hvað þú vilt þegar þú pantar.