Tengslin við Kelta Ferðalýsing

Reykjavík – Hvalfjörður – Akranes – Reykjavík

Ekið er norður um Hvalfjörð, dæmigerða íslenska fjallaleið með sjó á aðra hönd en fjallshlíðar á hina. Í Hvalfirði er komið við í Hvalstöðinni sem notuð var þar til hvalveiðar vor lagðar niður árið 1986. Síðan er ekið meðfram ströndinni til hins fallega 5200 manna fiskibæjar Akraness. Í hinni fornu Landnámabók, bókinni um landnám Íslands, segir að þar hafi fyrst sest að tveir írskir bræður árið 880.

Ferðin heldur áfram til byggðasafnsins, þar sem m.a. má sjá 19. aldar enska skonnortu og 1912 árgerðina af Ford Model T. Í næsta nágrenni stendur minnismerki með gelískri áletrun, gjöf til bæjarins frá Írlandi í tilefni 1100 ára afmælis byggðar á Íslandi.
Ekið til baka til Reykjavíkur um Hvalfjarðargöngin sem opnuð voru 11. júlí 1998. Göngin eru 5762 m löng, þar af 3750 m neðansjávar með hámarksdýpi 165 m undir sjávarmáli.

Lengd ferðar er 4 klst.
Ekki innifalið: Aðgangseyrir að söfnum og veggjald í Hvalfjarðargöng ISK 1000 fyrir bíl í hvert sinn sem farið er um göngin.