Gleymt í bílnum
Ef þú hefur gleymt einhverju í bíl frá Hreyfli, vinsamlegast notaðu þá póstformið okkar til að skila inn fyrirspurn um gleymda/týnda muni.
Þú getur einnig haft samband við þjónustuverið okkar í síma 5885522. Best er að hafa samband sem fyrst. Það er mikilvægt að veita eins nákvæmar upplýsingar og mögulegt er um ferðina:
Dagsetningu og tíma ferðar
Upphafs- og lokastað
Bílnúmer/ökumannsnúmer
Lýsingu á týnda hlutnum (lit, stærð, merki o.s.frv.)
Þessar upplýsingar hjálpa okkur að finna í hvaða Hreyfilsbíl þú keyrðir með. Það má reikna með einhverjum afgreiðslutíma á erindinu.
Eftir að við höfum móttekið upplýsingarnar munum við hafa samband við viðkomandi rekstrarleyfishafa eða afleysingabílstjóra til að kanna hvort hluturinn hafi fundist í bílnum. Þrátt fyrir að við gerum okkar besta til að finna týndar eigur getum við því miður ekki ábyrgst að allt finnist.
Hreyfill og bílstjórar Hreyfils bera ekki ábyrgð á hlutum sem gleymast í bílum.