Spurningar sem við fáum oft.

Þetta eru þær spurningar sem við fáum mest frá viðskiptavinum.

Venjulegur lítill bíll tekur fjóra farþega. Við eru líka með farþega sem taka 5 til 8 farþega. Sé fólk að ferðast með ungabörn teljast þau til farþega og þurfa að vera í barnabílstólum. Verðið fyrir stóran bíl er það sama og fyrir lítinn bíl nema þegar farþegarnir eru orðnir 5 eða fleiri þá hækkar gjaldið. Þú getur pantað stóran eða lítinn bíl með því að hringja í síma 5 88 55 22 eða panta með appinu okkar.

Þú getur pantað stóran bíl með appinu okkar eða hringt í þjónustuverið okkar 5 88 55 22.

Það er á ábyrgð farþega að ganga úr skugga um að ekkert gleymist í bílnum. Það er hvorki á ábyrgð Hreyfils né bílstjóra ef eitthvað gleymist í bílnum. Hafir þú gleymt einhverju í leigubílnum þá mælum við með að þú hafir samband í síma 5 88 55 22 eða sendir okkur fyrirspurn á netfangið hreyfill@hreyfill.is

Verðskráin fyrir stórhátíðir er með 35% álagi. Verðskránna má sjá hér.

Stórhátíðartaxti er í gildi á eftirfarandi dögum:

Frá miðnætti til miðnættis á föstudaginn langa, páskadag og 17. júní.
Frá kl. 12:00 á aðfangadag til miðnættis á jóladag.
Frá kl. 12:00 á gamlársdag til miðnættis nýársdag.

Já. Sumir leigubílstjórar leyfa að gæludýr séu tekin með í bílinn. Það þarf að biðja sérstaklega um að bíll sem leyfir gæludýr sé sendur. Sé ekki beðið sérstaklega um bíl sem tekur gæludýr getur bílstjóri neitað að hafa gæludýrið með.

Það er hægt að biðja sérstaklega um bíl sem tekur reiðhjól. Það eru hinsvegar ekki allir bílar sem geta tekið reiðhjól og gæti þar af leiðandi verið einhver bið eftir því að fá bíl.

Leigubílstjórinn má setja gjaldmælinn í gang þegar bíll er kominn á það heimilisfang sem hann er pantaður til. Ef bíllinn er pantaður fyrirfram þá má bílstjórinn setja mælinn í gang á þeim tíma sem hann var pantaður á.

Þú getur pantað leigubíl fyrirfram með því að hringja í síma 5 88 55 22 eða panta bílinn fyrirfram í appinu okkar. Þú getur náð í appið okkar á annaðhvort Google Play eða App Store. Það kostar ekkert aukalega að panta leigubíl fyrirfram.

Þú getur pantað bíl á netinu með netbókun Hreyfils

Það er alltaf hægt að panta ferð fram og til baka.

Verðskrá Hreyfils er aðgengileg hér

Isavia innheimtir hliðgjald við flugstöð og þegar ekið er frá flugstöð má bílstjóri bæta við því hliðgjaldi, 490kr.

Almennt er ekið eftir gjaldmæli, það eru hinsvegar föst verð á ferðum til og frá Keflavíkurflugvelli. Einnig bjóðum við uppá útsýnisferðir á föstu verði.

Já, bílstjórinn hefur rétt á því að ganga úr skugga um að greiðsla sé til staðar fyrir ferð, áður en lagt er af stað.

Já, það er hægt að greiða með peningum í öllum leigubílum hjá Hreyfli.