Netbókun er fyrst og fremst ætluð viðskiptavinum sem eru í rafrænum viðskiptum hjá Hreyfli. Til að nýta sér netbókun þarf að sækja um notanda-aðgang og lykilorð. Þegar inn á netbókunina er komið, býðst að panta leigubíl án þess að þörf sé á að hringja í símaafgreiðslu. Stöðusíða pantana sýnir hvort bíll sé búinn að taka við ferðinni, hvort gjaldmælir sé kominn í gang eða hvort ferð sé lokið.
Ýmsar takmarkanir verða á pöntunum, en þær verða lagaðar að þörfum hvers viðskiptavinar. Takmarkanirnar þjóna þeim tilgangi að draga úr hættu á mistökum, og einfalda aðgerðir við pantanir. Of margir valkostir flækja oft og rugla óvana, svo betra er að byrja með einfalt viðmót. Bæta má svo inn möguleikum þegar þörf krefur og öryggið eykst.
Til að komast á síðu netbókana skaltu smella á tengilinn hér að neðan
Vinsamlegast athugið að um sinn mun aðgangur takmarkaður við viðskiptavini með rafræna reikninga hjá Hreyfli.