Fyrirtækjum stendur til boða að vera í reikningsviðskiptum hjá Hreyfli. Þau fyrirtæki sem óska eftir reikningsviðskiptum eru skoðuð hjá Credit Info. Miðað er við að fyrirtæki sé í áhættuflokki 1– 4 skv. CIP áhættumati Creditinfo.

Sé viðskiptareikningur ekki notaður í 6 mánuði samfleytt eða lengur má búast við að reikingi verði lokað

Hreyfli er heimilt að tilkynna vanskil lögaðila til skráningar á vanskilaskrá Creditinfo.

Til þess að sækja um reikningsviðskipti er nauðsynlegt að fylla út eftirfarandi form. Við áskiljum okkur 2-7 virka daga í að vinna umsóknir.

Skilyrði fyrir stofnun viðskiptareiknings eru almennt:

1. Að áætluð viðskipti séu yfir 500.000 kr. á ári / 42.000 kr. á mánuði.
2. Miðað er við að fyrirtæki sé í áhættuflokki 1– 4 skv. CIP áhættumati Creditinfo. Fari fyrirtækið í CIP 5-10 eða viðkomandi fyrirtæki lendi í alvarlegum vanskilum er Hreyfli svf heimilt, án frekari fyrirvara að loka á reikningsviðskipti og senda skuld til innheimtu.

Með því að haka í þennan reit samþykkjum við ofangreinda skilmála *