Keflavíkurflugvöllur til Reykjavíkur

Athugið ! Fasta verðið gildir aðeins frá flugstöð til eins áfangastaðar með engri viðkomu. Ef viðkomustaðir eru fleiri er hægt að bæta þeim við gegn 4000kr gjaldi fyrir hvern auka viðkomustað.

Fast verð miðast eingöngu við greiðslu með peningum, debetkortum eða kreditkortum. Fast verð gildir ekki þegar um reikningsviðskipti er að ræða.

Stórhátíðargjald er helgidagataxti með 35% álagi og gildir á eftirfarandi dögum:

Frá miðnætti til miðnættis, föstudaginn langa, páskadag og 17 júní. Aðfangadag til miðnættis jóladag. Gamlársdag til miðnættis á nýársdag.

Þægilegur kostur fyrir farþega við brottför. Minni farangursburður, engin bið eftir áætlunarbílum.

Við fylgjumst með komutíma flugs og bílstjóri bíður eftir farþegum í komusal flugstöðvar allt að 90 mínútur eftir lendingu.

Bílstjóri bíður í komusal Keflavíkurflugvallar.

Bílstjóra er heimilt að innheimta hliðgjald Ísavía að upphæð 490kr