Undur Suðurstrandarinnar Ferðalýsing

Reykjavík – Skógar – Sólheimajökull – Vík – Reykjavík

Víðáttumiklar lendur suðurstrandar Íslands milli snæviþakinna jökla og sjávar, sundurskornar af stærstu ám landsins, sjáum við í þessari ferð. Fyrst er stansað við Seljalandsfoss, undir Eyjafjallajökli, áður en haldið er að Skógafossi og byggðasafninu að Skógum. Safn þetta er eitt hið áhugaverðasta á landinu og er þak hússins klætt torfi eins og áður tíðkaðist.

Ferðin heldur áfram austur, framhjá hinum hrikalega Mýrdalsjökli til Víkur, syðsta þorps íslands. Og hvað er betra en að ljúka deginum með sjávarréttaveislu í veitingahúsi staðarins, Víkurskála, þar sem veitingunum er skolað niður með bjór og íslensku brennivíni, áður haldið er aftur til Reykjavíkur.

Lengd ferðar er 10 klst.
Ekki innifalið: Aðgangseyrir að byggðasafninu að Skógum og Sjávarréttaveisla