Sagan og Jarðhitinn Ferðalýsing

Reykjavík – Þingvellir – Nesjavellir – Reykjavík

Ekið er frá Reykjavík sem leið liggur til Þingvalla sögufrægasta staðar á Íslandi þar sem Alþingi var stofnað árið 930. Ekið er um þjóðgarðinn, staldrað við í Almannagjá, hún skoðuð og gengið upp á brún, afar auðveld ganga. Þaðan er mikil fjallasýn og ákaflega fallegt útsýni yfir þjóðgarðinn og stærsta vatn Íslands, Þingvallavatn en vatnið frýs aldrei að fullu vegna strauma og kaldavermsla, talið er að í því lifi 8 fisktegundir.

Vert er jafnframt að skoða Drekkingarhyl, djúpan hyl þar sem Öxará fellur í fossi fram af klettunum og var áður fyrr notaður við aftökur. Einnig skoðum við Peningagjá sem er full af vatni og eins tær og hún er djúp.

Frá Þingvöllum er ekið meðfram Þingvallavatni að Nesjavöllum í Grafningi. Þar er raforkuframleiðsla og verulegur hluti af því heita vatni sem notað er í Reykjavík og nágrenni kemur þaðan.

Lengd ferðar: 5 klukkustundir.