Það er nokkrar leiðir til að panta leigubíl frá Hreyfli á viðskiptareikninga

Hægt er að panta bíla hjá símaveri allan sólarhringinn allt árið um kring með því að hringja í 588 55 22
Hreyfill bíður uppá app þar sem hægt er að panta bíl í reikning. Nálgast má appið hér. Virkja þarf greiðsluleið á reikning í appi með að senda póst á vignir@hreyfill.is.
Vefbókun okkar gerir viðskiptavinum kleift að panta bíla í reikning. Hægt er að panta í vafra hér. Virkja þarf greiðsluleið á reikning í vefbókun með að senda póst á vignir@hreyfill.is.

Eftirfarandi leiðir eru mögulegar til að greiða fyrir ferðir

Þegar pantað er í símaveri er möguleiki að gefa upp reikningsnúmer og leyniorð og gjaldfærist þá gjaldmælisupphæð sjálfkrafa á viðskiptareikning viðkomandi stofnunar í lok ferðar.
Hægt er að greiða rafrænt fyrir þær ferðir sem pantaðar eru með appi eða í vefbókun. Til að opna fyrir þann möguleika þarf að gera aðganginn virkan með því að senda póst á tæknimann Hreyfils vignir@hreyfill.is
Einnota og fjölnota kort standa einnig til boða fyrir viðskiptavini. Séu notuð einnotakort eru bílstjóra afhent þau í lok ferðar og bílstjóri heldur þeim.