Hreyfill hefur tekið í notkun sjálfvirka símasvörun við afgreiðslu á bílum. Kerfinu er ætlað að vera viðbót við hefðbundna afgreiðslu þjónustufulltrúa í þjónustuveri og dreifa álagi við símsvörun.

Kerfið nýtist best þeim viðskiptavinum sem óska eftir leigubíl án nokkura séróska og á þau heimilisföng sem helst hefur verið pantað úr frá viðkomandi símanúmeri.

Ekki er hægt að panta bíl í reikningsviðskipti með þessum hætti og bendum við þeim sem þess þurfa eða hafa séróskir um að fá samband við þjónustufulltrúa eða nota Hreyfils appið.